föstudagur, 19. nóvember 2010

Úr, úr, úr

Úr geta verið stéttartákn, tískutákn og mjög gagnlegur hlutur til að eiga. Þau eru til í öllum litum, stærðum og gerðum og að sjálfssögðu, tegundum. Úr flokkast yfirleitt sem fylgihlutir, þar sem þau eiga sinn þátt í að gera flott lúkk fyrir þann sem það skiptir máli. Aðrir nota úr til að vita hvað tímanum líður. Ég er ein af þeim sem einfaldlega dáist að úrum, er yfir mig ástfangin af þeim. Ég heillast að þeim á þann hátt að þau eru oftast nær tímalaus. Falla ekkert auðveldlega úr tísku, kannski meira bara í áliti hjá eigandanum.


Ég á þrjú úr, þegar ég verð fimmtug kem ég til með að eiga svona 50-100. Þetta er allavega það sem ég kem til með að safna af ástríðu. Ég á nú þegar ekta úr frá DKNY, mjög góða eftirlíkingu af hvítu Chanel J12 úri úr alvöru keramiki með steinum og síðan ég á eitt gyllt með brúnni leðuról sem ég fékk í 19 ára afmælisgjöf. Síðan hef ég verið að skoða nokkur úr sem ég er svolítið skotin í bæði fyrir karla og konur :)





ARMANI karlmannsúr með mjög óvenjulegri skífu að mínu mati og leðuról. Alveg ótrúlega töffaralegt fyrir stráka sem vilja vera töff ;)
$200 Ótrúlega flott dömuúr frá ARMANI, Ólin er úr ryðfríu stáli og svörtu leðri þar sem skammstöfunun AX er stafað ofan í leðurreitina, Hellað!!! Einnig til í gylltu með hvítu leðri. $160
Fáránlega vandað CHANEL J12 úr sem er úr keramiki og demöntum. Læt mig dreyma um eitt svona ektra. Maður er allavega pottþétt fokríkur eða þekkir karlmann sem er fokríkur ef maður gengur með eitt svona á únliðnum.. óóójá.
$7000-10000



Eðal stelpulegt og fallegt POLICE úr. Þetta úr er á mínum óskalista "To Own in the Future". Til í nokkrum litum eins og fjólubláu og silvurgráu.
$150-300
Massíft POLICE úr með heavy nettum studs og ég ræði skífuna ekkert frekar. Geðveikt flott og glamúrlegt úr fyrir flottar konur
$200



Dolce&Gabbana MEDICINE úr sem lítur út eins og aðgerðalaus sjónvarpsstöð! Þetta er náttúrlega úr fyrir þá sem eru eitursvalir á því og kunna að meta alvöru skífur! Þetta úr er fyrir bæði kynin og hægt er að fá svona úr með leðuról.
$180-300


Alveg Sjúklega flott úr frá Dolce&Gabbana sem ber þetta virðulega Indíánaheiti "Sitting Bull". Til í nokkrum litum og skífan getur líka verið af ýmsum gerðum. En þetta svarta stendur alltaf fyrir sínu! Eðalflott stelpuúr.
$100-300

Klárlega málið fyrir bæði kynin. Guess úr með Tvílitaðri keramikól og alveg drullunettri skífa!
$239

Þetta fallega Guess úr er með Swarovski steinum og ólin er svört. Ægilega eigulegt kvenmannsúr!
$92

miðvikudagur, 17. nóvember 2010

Stílesaraða Rihanna

Nokkrum er kunnugt um að ég einfaldlega dýrka Rihönnu. Þegar ég fór og fékk mér nýja klippingu þá fór ég einmitt með nokkrar myndir af henni og bað um að fá mjög svipað.. Rakað og stuffinn puffin. En það er ekki bara hárið sem ég elska við þessa hæfileikaríku söngkonu heldur er ég dolfallin fyrir stílnum og þetta bad-girl look sem hún reprísentar. Hún getur þakkað stílistanum sínum kærlega fyrir og verið honum ævinlega þakklát!
Hér eru nokkur look sem eru einfaldlega í uppáhaldi hjá mér!



On the Walk - Töff í tauinu, flottur jakki og geðveikt lífstykki! Svo kemur mér að óvart hvað þessar buxur eru sjúklega líkar þeim sem ég hef saumað sjálf! Þannig Big LIKE hér ;)


Tónleikar - Alveg vel hellaður bolur, en mér finnst hanskarnir alveg highlightið hér!


Tónleikar - Gulgrænt korselett, mittisháar þröngar leðurbuxur og hvítt belti. Outfitt sem ég vildi gjarnan eiga á fataslánni! Og alveg helvíti magnaðir skór með hvítri tá.


The Red Carpet - Mjög flott dömujakkaföt sem Rihanna klæðist hér í stað síðkjóls... Skemmtilega útfærð með risa púff ermum og voðalega plain hælum við. Hvaða dama sem er getur alls ekki púllað þetta lúkk!


Shut Up and Drive - Aðeins EITT sem ég hef að segja um þetta outfit; Þessi Jakki er GUÐDÓMLEGUR


Russian Roulette - Grái samfestingurinn og NUDE lífstykkið... úff... Spurning um að stílfæra einn svona samfesting í síðbuxna útgáfu!


Dirsturbia - Leður og keðjur. Badass look út í eitt... Fýlaða.



Rude Boy - Einhversskonar 80's - 90's look. Fýla mest Derhúfuna, toppinn og sólgleraugun, svo klikkar spandexið seint! Svo hefði ég gaman að því að læra að greiða svona í hárið á mér!


Hard - Hermannaskyrtan sívinsæla og geeeeðveikur hjálmur og svo má ekki gleyma drullunetta húðlitaða lífstykkinu sem gerir góða hluti...








þriðjudagur, 16. nóvember 2010

Mig langar ííí....


Án efa heitustu leðurbuxur sem ég hef séð.
Fáanlegar á 7 For All Mankind á litla
745 $.


Þrátt fyrir svívirðilegt verð þá verð ég að segja að þessar buxur eru mjög eigulegar. Ég held ég láti kaupin eiga sig samt hér. Einhver billjónamæringur má kaupa þessar handa mér og helst enginn annar sökum verðsins!













Þetta ótrúlega mergjaða flotta Police úr kostar 29.900 kr hjá Jóni&Óskari en ég spítti í lofana og fann eitt á ebay fyrir 175$ eða um 17000 kr! Óska eftir einu svona í afmælisgjöf.












Þetta verður að öllum líkindum draumajólakjóllinn minn í ár. Ég vona bara að sá draumur verði að veruleika!! Þessi æðislegi krúttlegi kjóll kostar nefnilega
$129.30, sem eru um 14000 kr. Mig vantar nefnilega hrikalega úlpu fyrir veturinn og þannig eru mál með vexti að maður verður einfaldlega að forgangsraða.





Allt í lagi, þá er komið að því sem ég óska eftir að fá í jólagjöf. Helvítis úlpan! Þrátt fyrir að ég elski jólin og get einfaldlega ekki beðið eftir þeim, þá get ég einfaldlega ekki sætt mig við það að ég geti ekki labbað út á stuttbuxunum í sandölum og hlýralausum bol borðandi ís eða sötrandi appelsín.

Þetta er hlutur sem ég þarf en langar ekkert sérlega mikið að eyða fúlgum af fjár í. En ég mátaði sem sagt þessa fallegu ZO-ON úlpu um daginn og hún er alveg æðisleg. Fóðrið er úr flís, ótrúlega mjúkt og hlýtt og snilldin er sú að hægt er að renna því af! Einnig er hægt að taka loðið af hettunni ásamt því að renna sjálfri hettunni af líka. Svo úlpan úlpa á veturna og BESTASTI jakki allar hinar árstíðarnar þar sem maður getur þrengt mittið, þykkt eða þynnt úlpuna/jakkann og haft hettu eða bara kraga! Úlpan eða Jakkinn kostar 34.900 kr í ZO-ON og öðrum útibúum þeirra.



fimmtudagur, 11. nóvember 2010

Karlmenn samtímans

Ég hef verið að velta fyrir mér áhugastatusum hjá strákum. Þá meina ég með á hvaða skala áhugi þeirra er á stelpum eftir því hvernig þeir hegða þér o.s.fv. Þannig er það nú stundum að strákar eigi það fyllilega til að hafa ekki samband af fyrra bragði í mörgum tilfellum. Eitt bendir til þess að strákurinn hefur þá einfaldlega ekki áhuga en annað bendir til þess að hann hafi líklega einhvern áhuga.

Stelpur eru svo taugaveiklaðar að eðlisfari og smá sambandsleysi getur einfaldlega dregið þær til heilabilunar. Svo er kannski bara allt í góðu og stelpan er að búa sér til vandamál sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum? Eða hvað?

Svo er annað, þegar gaurinn segir:
"Hey ég hef nú alveg áhuga á þér, ég er bara ekki týpan sem hefur samband af fyrra bragði."

Hvað meina strákar eiginlega með þessu? Someone there?


Það er afskaplega auðvelt að fara yfir strikið og komast á uppáþrengjandi hliðina, bæði hvað varðar stelpur og stráka og ég held að hvorugt stelpum né strákum langi að vera þar megin við strikið. Ef það er enginn áhugi... fine, we will move on then... Bara gefið obvious skilaboð! Dulin skilaboð eru ekki í tísku í dag.

Obvious skilaboð eru t.d. að segja það bara kurteisislega við manneskjuna: Því miður en ég hef bara ekki áhuga á þér.

Þá verður fólk líka að skilja það að engar spurningar eru leyfðar. Ef það er svoleiðis þá er það bara þannig og hinn aðilinn þarf ekkert að útskýra það frekar til að særa manneskjuna ennþá meira.

Er komin með ritstíflu og þarf að drulla mér í próf!

þriðjudagur, 28. apríl 2009

Brussels, Belgía og annað sem ég þarf að segja

Ég er stödd í Belgíu um þessar mundir með Nadyu vinkonu minni frá Serbíu. Það er búið að vera afar gaman og rólegt hingað til en ég þarf að segja ykkur massa sniðugt dæmi.

Við lentum í París um fimmleitið 25 April eftir nánast sólarhrings ferðalag frá Thailandi. Á þessum sólarhring gleypti ég 4 svefntöflur, 4 magaveikistöflur (vegna glúteinofnæmis og mjólkuróþols) og eina aðra pillu til að stöðva áhrif svefnpillanna.

Kærasti Nadyu, Ratko, sótti okkur á flugvöllinn í París og leiðinni var heitið til Brussel í Belgíu.
Fyrst þarf ég að segja ykkur frá því að ég var ekki vön kuldanum eftir að hafa verið í 40 stiga hita og bara endalausum hita síðasta hálfa árið. Svo ég var að skreppa saman eins og rækja, að drepast úr kulda. 
Seinna um kvöldið þarf ég að segja ykkur frá því að við fórum út á lífið. Ég og fjórir aðrir, snarbilað Serbískt fólk. Mér var gefið hvítvín... og ég sem hef ekki drukkið hvítvín síðan í Október, drakk hvítvín eins og vatn.
Seinna veit ég ekki af mér og vakna ofurþunn og frekar ómöguleg. Fæ ég þá þær fréttir að strákarnir hefðu þurft að BERA mig heim hjálpa mér að æla og ég veit ekki hvað og hvað og hvað... jesús... flugferð frá Suðaustur Asíu og 9 töflur fara illa saman... hehehe ekki alveg recommended held ég. 

Svo hef ég átt afar rólega daga hingað til en ég var að fá hérna bók um Brussels rétt í þessu og ætla að byrja að rita niður hvað ég vil sjá og hvenær og Nadya fær að vera mamma mín.
Híhí:D 

Annað sem mér liggur mikið á hjarta eru pælingar um þetta sumar.. ekkert virðist ganga að sækja um vinnu svo ég er að pæla í að taka bara fjarnám í versló þetta sumarið og liggja yfir tungumálum.. og tala við Baldur á Panorama og semja um hlutastarf... það væri frekar awesome.
En þá væri ég bara alltaf in Downtown með tölvuna mína að læra í sólinni. Ég verð eiginlega að játa að mér finnst það ekkert slæmt svosem ;)

Krepputal og krepputímar fara ekkert svo mikið fyrir brjóstið á mér ennþá.
En jú pabbi var að segja mér að ef kreppan dýpkaði enn frekar þá ætlar hann og mamma bara að setja íbúðina á sölu og flýja til Thailands! 
Ég fékk massa mikið sjokk, ég þarf eiginlega að klára menntó sjáiði til og hugmyndin að leigja er bara ekkert svo ódýr. Ég finn eitthvað sniðugt kannski ég geti fundið einhverja meðleigendur or some.

En jú ég er sannfærð um að kreppan eigi eftir að dýpka enn meira .. En ég set námið á FAST SPIN og verð farin áður en ég veit af. 

Peace elskurnar.. Endilega kommentið!!!! 










laugardagur, 11. apríl 2009

Goody smoothy

Sælar, hér er ég aftur komin til að segja einhverjar sögur.

Ég hef verið að leika í nokkrum auglýsingum undanfarið og fór í tvö casting sem var bara mjög gaman!
Ég var t.d í auglýsingu fyrir Mister Cocktail, óáfengan kokteil. Belgískan, freeeekar svalt sko, vorum í RISA stóru húsi og það var bara party sem við fengum borgað fyrir ;) Svaka gaman!

Songkran byrjar á mánudaginn! 
Það er árlegt festival, vegna þess að áður fyrr var nýtt ár í Thailandi haldið í Apríl. Þegar því var breytt var siðnum haldið áfram samt sem áður.
Það sem gerist á songkran er að allir skvetta vatni yfir allt og alla og það er svona national vatnsstríð. Fólk í fríum og allir fara eitthvað eða skvetta bara vatni í Bangkok. Ég eyði 2 fyrstu dögunum í Bangkok og fer á STRÖNDINA í Pattaya síðasta daginn 15 apríl. 
Ég mun tana mig í tætlur.

Næsta laugardag er Farewell Party okkar Nadyu og það verður svaka mega fjööööör.
Buðum öllum úr Mister Cocktail Partýinu og erum komin með hátt upp í 40 gesti held ég! 
Sem er eiginlega bilað nett.. it's gonna be a lot of fun ;)

25 April 2009
Destination - PARIS! 

Ójá! 2 vikur í að ég taki flugið mitt til Evrópu! Lendi í París, verð þar í 3 tíma og fer til Belgíu með Nadyu vinkonu minni.
Við ætlum að drekka belgískan bjór og djamma. Planið er að djamma í AMSTERDAM og smábæ í Þýskalandi sem ég er ekki alveg viss hvað heitir.. og og náttúrlega Brussel! 

Heyri í ykkur snúðarnir mínir oooog Gleðilega Páska! Borðið súkkulaði fyrir mig líka ;)

þriðjudagur, 3. mars 2009

Allt fine að frétta

Hæ elsku vinir og vandamenn, langt síðan ég henti inn færslu, afsakið það en málið er að ég hef bara ekki haft neitt að segja. 

En hér kemur svaðalegt stuff sem þið eigið eftir að blöskra við.

númer eitt; ég kem heim eftir innan við tvo mánuði! Vúhú!
númer tvö; ég er blönk
númer þrjú; I still have stuff to do and buy!
númer fjögur; I got some shoots coming up ;)
númer fimm; Ég hef bætt á mig nokkur kíló, þó svo að ég fari nánast daglega í ræktina... sumir hrópa vúhú við því en ég er ekki beinlínis sátt...

Ég ætla að byrja á að segja ykkur frá því, elsku bangsarnir mínir að ég kann að elda Thailenskan mat! Ég er nánast alltaf að hjálpa fósturföðurfrænku minni að elda og selja mat. Ég er reyndar ekki orðinn neinn genius en þetta kemur með tímanum. Ég er genius í að gera som tum og spæla egg... hehehehehe. Þegar ég fer og hjálpa frænku minni þá ét ég nánast allan liðlangann daginn, þetta er líklega ástæðan fyrir 3 aukakílóum sem ég hef bætt ofan á þau 52 kg sem ég var áður fyrr. Ég verð að sýna ykkur snilldar ís þegar ég kem aftur á klakann, mulinn ís með "nam deng" eða rauðum safa og allskonar ávöxtum og dótaríí, og auðvitað sýropi.
Ég ætla bara að láta ykkur vita að thai matur er ekkert hollur eftir allt saman, það er sykur og olía í þessu öllu.. og já msg. En jújú thai matur ER langbestur.

Margir vita eflaust að ég keypti mér kort í ræktina og fer nánast daglega í ræktina. Ég hef hafið stríð við bróður minn þar sem ég kem oft frekar seint heim á kvöldin og hann hatar mig núna, sem er ekkert svakalega fínt. En jú ég er leið á honum og hann leiður á mér, hann drekkur hvert einasta kvöld með félögum sínum og ég kem heim kl svona 22-00 hvert einasta kvöld. 
Mér finnst skemmtilegast að fara í svona pilates yoga tíma eða bodybalance eða eitthvað því það er svo róandi! Stundum tek ég klukkustundar fjallgöngu eða 10 km maraþon. Dugleg huh? Aukakílóin eiga samt erfitt með að fjúka af, skil það samt alveg þar sem ég ét eins og svín.

Ég fór til Singapore um helgina, nánar tiltekið sl. laugardag. Ég var svo óheppin shit, ég verð að segja ykkur frekar frá því.
Ég vaknaði klukkan fjögur og flugið mitt var kl 07:05. Var komin upp á flugvöll rétt yfir fimm og var komin í the gate hálf sjö, svo beið ég bara og beið, og klukkan varð 07:05 án þess að neitt gerðist. Um hálf átta var svo farið að hleypa inn í vélina. Já og ég var síðust. Svo leit gellan á flugmiðann minn og bara bíddu Singapore, hún er löngu farin í loftið! 
Ég bara haaaaa? bíddu afhverju í ANDSKOTANUM var mér hleypt inn í þetta gate? 
Ertu ekki að grínast í mér? Ég var svaaaakalega pissed off sko.
AirAsia sukkar og svona fólk á bara að segja upp starfi sínu, gellan við gate-ið leit á flugmiðann minn og allt saman og hleypti mér bara inn í vitlaust gate.. halló? 
Svo átti ég að borga fyrir að láta laga flugmiðann minn og og já, var þetta mér að kenna? merkingarnar voru bara ekki nógu fullnægjandi! 
Ég fór í loftið kl 11:55 í staðinn og myndatakan sem ég átti planaða fór í vaskinn. Ég fór til Singapore í dagsferð og göngutúr. Jibbý...
Þó ekkert slæmt því Singapore er GEÐVEIKT land og já geðveik borg.
Ég vann svaka fínan iPod á uppboði í Singapore fyrir 6000 kr, glænýr en bara gamla útgáfan sem var kúl september 2007 skiljiði. En mér er sama 8gb iPod fyrir 6000 kr er bara cool, grænn ipod og svo fylgdi bleikt djöflahulstur með... svona geðveikt í "stíl"... hohoho..
Ég lenti aftur í BKK klukkan 00:15 og var komin heim rétt fyrir eitt.

P.S. Ég er ekki ennþá búin að fara á ströndina og ég hef verið hérna í yfir fjóra mánuði... steikt stuff. 

Ohh samt það verður gott að komast heim í rúmið sitt á Íslandinu.. svo get ég ekki beðið eftir að hitta mörg ykkar og já ég get heldur ekki beðið eftir Íslenska sumrinu og ÞJÓÐHÁTÍÐ. 
Ég get ekki beðið ... stefni á að koma heim 23 apríl! 

I'm out for now! Love you guys!