Úr geta verið stéttartákn, tískutákn og mjög gagnlegur hlutur til að eiga. Þau eru til í öllum litum, stærðum og gerðum og að sjálfssögðu, tegundum. Úr flokkast yfirleitt sem fylgihlutir, þar sem þau eiga sinn þátt í að gera flott lúkk fyrir þann sem það skiptir máli. Aðrir nota úr til að vita hvað tímanum líður. Ég er ein af þeim sem einfaldlega dáist að úrum, er yfir mig ástfangin af þeim. Ég heillast að þeim á þann hátt að þau eru oftast nær tímalaus. Falla ekkert auðveldlega úr tísku, kannski meira bara í áliti hjá eigandanum.
Ég á þrjú úr, þegar ég verð fimmtug kem ég til með að eiga svona 50-100. Þetta er allavega það sem ég kem til með að safna af ástríðu. Ég á nú þegar ekta úr frá DKNY, mjög góða eftirlíkingu af hvítu Chanel J12 úri úr alvöru keramiki með steinum og síðan ég á eitt gyllt með brúnni leðuról sem ég fékk í 19 ára afmælisgjöf. Síðan hef ég verið að skoða nokkur úr sem ég er svolítið skotin í bæði fyrir karla og konur :)

ARMANI karlmannsúr með mjög óvenjulegri skífu að mínu mati og leðuról. Alveg ótrúlega töffaralegt fyrir stráka sem vilja vera töff ;) $200

$7000-10000
Eðal stelpulegt og fallegt POLICE úr. Þetta úr er á mínum óskalista "To Own in the Future". Til í nokkrum litum eins og fjólubláu og silvurgráu.
$150-300

$200

Dolce&Gabbana MEDICINE úr sem lítur út eins og aðgerðalaus sjónvarpsstöð! Þetta er náttúrlega úr fyrir þá sem eru eitursvalir á því og kunna að meta alvöru skífur! Þetta úr er fyrir bæði kynin og hægt er að fá svona úr með leðuról.
$180-300
Alveg Sjúklega flott úr frá Dolce&Gabbana sem ber þetta virðulega Indíánaheiti "Sitting Bull". Til í nokkrum litum og skífan getur líka verið af ýmsum gerðum. En þetta svarta stendur alltaf fyrir sínu! Eðalflott stelpuúr.
$100-300
Ég myndi velja mér sjónvarps D&G úrið , its dope :D
SvaraEyðaTrue Dat!
SvaraEyða