Nokkrum er kunnugt um að ég einfaldlega dýrka Rihönnu. Þegar ég fór og fékk mér nýja klippingu þá fór ég einmitt með nokkrar myndir af henni og bað um að fá mjög svipað.. Rakað og stuffinn puffin. En það er ekki bara hárið sem ég elska við þessa hæfileikaríku söngkonu heldur er ég dolfallin fyrir stílnum og þetta bad-girl look sem hún reprísentar. Hún getur þakkað stílistanum sínum kærlega fyrir og verið honum ævinlega þakklát!
Hér eru nokkur look sem eru einfaldlega í uppáhaldi hjá mér!
On the Walk - Töff í tauinu, flottur jakki og geðveikt lífstykki! Svo kemur mér að óvart hvað þessar buxur eru sjúklega líkar þeim sem ég hef saumað sjálf! Þannig Big LIKE hér ;)
Tónleikar - Alveg vel hellaður bolur, en mér finnst hanskarnir alveg highlightið hér!
Tónleikar - Gulgrænt korselett, mittisháar þröngar leðurbuxur og hvítt belti. Outfitt sem ég vildi gjarnan eiga á fataslánni! Og alveg helvíti magnaðir skór með hvítri tá.
The Red Carpet - Mjög flott dömujakkaföt sem Rihanna klæðist hér í stað síðkjóls... Skemmtilega útfærð með risa púff ermum og voðalega plain hælum við. Hvaða dama sem er getur alls ekki púllað þetta lúkk!
Shut Up and Drive - Aðeins EITT sem ég hef að segja um þetta outfit; Þessi Jakki er GUÐDÓMLEGUR
Russian Roulette - Grái samfestingurinn og NUDE lífstykkið... úff... Spurning um að stílfæra einn svona samfesting í síðbuxna útgáfu!
Dirsturbia - Leður og keðjur. Badass look út í eitt... Fýlaða.

Rude Boy - Einhversskonar 80's - 90's look. Fýla mest Derhúfuna, toppinn og sólgleraugun, svo klikkar spandexið seint! Svo hefði ég gaman að því að læra að greiða svona í hárið á mér!

Hér eru nokkur look sem eru einfaldlega í uppáhaldi hjá mér!








Rude Boy - Einhversskonar 80's - 90's look. Fýla mest Derhúfuna, toppinn og sólgleraugun, svo klikkar spandexið seint! Svo hefði ég gaman að því að læra að greiða svona í hárið á mér!

Hard - Hermannaskyrtan sívinsæla og geeeeðveikur hjálmur og svo má ekki gleyma drullunetta húðlitaða lífstykkinu sem gerir góða hluti...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli