þriðjudagur, 16. nóvember 2010

Mig langar ííí....


Án efa heitustu leðurbuxur sem ég hef séð.
Fáanlegar á 7 For All Mankind á litla
745 $.


Þrátt fyrir svívirðilegt verð þá verð ég að segja að þessar buxur eru mjög eigulegar. Ég held ég láti kaupin eiga sig samt hér. Einhver billjónamæringur má kaupa þessar handa mér og helst enginn annar sökum verðsins!













Þetta ótrúlega mergjaða flotta Police úr kostar 29.900 kr hjá Jóni&Óskari en ég spítti í lofana og fann eitt á ebay fyrir 175$ eða um 17000 kr! Óska eftir einu svona í afmælisgjöf.












Þetta verður að öllum líkindum draumajólakjóllinn minn í ár. Ég vona bara að sá draumur verði að veruleika!! Þessi æðislegi krúttlegi kjóll kostar nefnilega
$129.30, sem eru um 14000 kr. Mig vantar nefnilega hrikalega úlpu fyrir veturinn og þannig eru mál með vexti að maður verður einfaldlega að forgangsraða.





Allt í lagi, þá er komið að því sem ég óska eftir að fá í jólagjöf. Helvítis úlpan! Þrátt fyrir að ég elski jólin og get einfaldlega ekki beðið eftir þeim, þá get ég einfaldlega ekki sætt mig við það að ég geti ekki labbað út á stuttbuxunum í sandölum og hlýralausum bol borðandi ís eða sötrandi appelsín.

Þetta er hlutur sem ég þarf en langar ekkert sérlega mikið að eyða fúlgum af fjár í. En ég mátaði sem sagt þessa fallegu ZO-ON úlpu um daginn og hún er alveg æðisleg. Fóðrið er úr flís, ótrúlega mjúkt og hlýtt og snilldin er sú að hægt er að renna því af! Einnig er hægt að taka loðið af hettunni ásamt því að renna sjálfri hettunni af líka. Svo úlpan úlpa á veturna og BESTASTI jakki allar hinar árstíðarnar þar sem maður getur þrengt mittið, þykkt eða þynnt úlpuna/jakkann og haft hettu eða bara kraga! Úlpan eða Jakkinn kostar 34.900 kr í ZO-ON og öðrum útibúum þeirra.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli