Ég hef verið að leika í nokkrum auglýsingum undanfarið og fór í tvö casting sem var bara mjög gaman!
Ég var t.d í auglýsingu fyrir Mister Cocktail, óáfengan kokteil. Belgískan, freeeekar svalt sko, vorum í RISA stóru húsi og það var bara party sem við fengum borgað fyrir ;) Svaka gaman!
Songkran byrjar á mánudaginn!
Það er árlegt festival, vegna þess að áður fyrr var nýtt ár í Thailandi haldið í Apríl. Þegar því var breytt var siðnum haldið áfram samt sem áður.
Það sem gerist á songkran er að allir skvetta vatni yfir allt og alla og það er svona national vatnsstríð. Fólk í fríum og allir fara eitthvað eða skvetta bara vatni í Bangkok. Ég eyði 2 fyrstu dögunum í Bangkok og fer á STRÖNDINA í Pattaya síðasta daginn 15 apríl.
Ég mun tana mig í tætlur.
Næsta laugardag er Farewell Party okkar Nadyu og það verður svaka mega fjööööör.
Buðum öllum úr Mister Cocktail Partýinu og erum komin með hátt upp í 40 gesti held ég!
Sem er eiginlega bilað nett.. it's gonna be a lot of fun ;)
25 April 2009
Destination - PARIS!
Ójá! 2 vikur í að ég taki flugið mitt til Evrópu! Lendi í París, verð þar í 3 tíma og fer til Belgíu með Nadyu vinkonu minni.
Við ætlum að drekka belgískan bjór og djamma. Planið er að djamma í AMSTERDAM og smábæ í Þýskalandi sem ég er ekki alveg viss hvað heitir.. og og náttúrlega Brussel!
Heyri í ykkur snúðarnir mínir oooog Gleðilega Páska! Borðið súkkulaði fyrir mig líka ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli