Ég hef verið að velta fyrir mér áhugastatusum hjá strákum. Þá meina ég með á hvaða skala áhugi þeirra er á stelpum eftir því hvernig þeir hegða þér o.s.fv. Þannig er það nú stundum að strákar eigi það fyllilega til að hafa ekki samband af fyrra bragði í mörgum tilfellum. Eitt bendir til þess að strákurinn hefur þá einfaldlega ekki áhuga en annað bendir til þess að hann hafi líklega einhvern áhuga.
Stelpur eru svo taugaveiklaðar að eðlisfari og smá sambandsleysi getur einfaldlega dregið þær til heilabilunar. Svo er kannski bara allt í góðu og stelpan er að búa sér til vandamál sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum? Eða hvað?
Svo er annað, þegar gaurinn segir:
"Hey ég hef nú alveg áhuga á þér, ég er bara ekki týpan sem hefur samband af fyrra bragði."
Hvað meina strákar eiginlega með þessu? Someone there?
Það er afskaplega auðvelt að fara yfir strikið og komast á uppáþrengjandi hliðina, bæði hvað varðar stelpur og stráka og ég held að hvorugt stelpum né strákum langi að vera þar megin við strikið. Ef það er enginn áhugi... fine, we will move on then... Bara gefið obvious skilaboð! Dulin skilaboð eru ekki í tísku í dag.
Obvious skilaboð eru t.d. að segja það bara kurteisislega við manneskjuna: Því miður en ég hef bara ekki áhuga á þér.
Þá verður fólk líka að skilja það að engar spurningar eru leyfðar. Ef það er svoleiðis þá er það bara þannig og hinn aðilinn þarf ekkert að útskýra það frekar til að særa manneskjuna ennþá meira.
Er komin með ritstíflu og þarf að drulla mér í próf!
Það er svolítið erfitt að svara að þessu af því þetta getur verið mjög persónubundið.
SvaraEyðaOftast er það nú þannig hjá strákum og mín reynnsla að ef maður hefur áhuga þá nálgast maður vidkomandi stelpu til að sýna að þú hefur áhuga. Ef hún sýnir lítinn áhuga þá einfaldlega lætur maður hana eiga sig þar sem það er fátt meira oheillandi fyrir stelpur heldur en þurfandi strákar.
þessi setning ( Hey ég hef nú alveg áhuga á þér, ég er bara ekki týpan sem hefur samband af fyrra bragði). Hún er frekar villandi og asnaleg og þyrfti maður kannski að sjá þetta í stærra samhengi. En ef ég ætti að túlka myndi ég segja að hann hafi raunverulegan áhuga á þér en er að ryna spila þetta voða cool með því að bæta þessu við einsog hann þurfi ekki að hafa samband við stelpur og þær eiga eltast við hann.
Gangi þér vel í prófinu