þriðjudagur, 28. apríl 2009

Brussels, Belgía og annað sem ég þarf að segja

Ég er stödd í Belgíu um þessar mundir með Nadyu vinkonu minni frá Serbíu. Það er búið að vera afar gaman og rólegt hingað til en ég þarf að segja ykkur massa sniðugt dæmi.

Við lentum í París um fimmleitið 25 April eftir nánast sólarhrings ferðalag frá Thailandi. Á þessum sólarhring gleypti ég 4 svefntöflur, 4 magaveikistöflur (vegna glúteinofnæmis og mjólkuróþols) og eina aðra pillu til að stöðva áhrif svefnpillanna.

Kærasti Nadyu, Ratko, sótti okkur á flugvöllinn í París og leiðinni var heitið til Brussel í Belgíu.
Fyrst þarf ég að segja ykkur frá því að ég var ekki vön kuldanum eftir að hafa verið í 40 stiga hita og bara endalausum hita síðasta hálfa árið. Svo ég var að skreppa saman eins og rækja, að drepast úr kulda. 
Seinna um kvöldið þarf ég að segja ykkur frá því að við fórum út á lífið. Ég og fjórir aðrir, snarbilað Serbískt fólk. Mér var gefið hvítvín... og ég sem hef ekki drukkið hvítvín síðan í Október, drakk hvítvín eins og vatn.
Seinna veit ég ekki af mér og vakna ofurþunn og frekar ómöguleg. Fæ ég þá þær fréttir að strákarnir hefðu þurft að BERA mig heim hjálpa mér að æla og ég veit ekki hvað og hvað og hvað... jesús... flugferð frá Suðaustur Asíu og 9 töflur fara illa saman... hehehe ekki alveg recommended held ég. 

Svo hef ég átt afar rólega daga hingað til en ég var að fá hérna bók um Brussels rétt í þessu og ætla að byrja að rita niður hvað ég vil sjá og hvenær og Nadya fær að vera mamma mín.
Híhí:D 

Annað sem mér liggur mikið á hjarta eru pælingar um þetta sumar.. ekkert virðist ganga að sækja um vinnu svo ég er að pæla í að taka bara fjarnám í versló þetta sumarið og liggja yfir tungumálum.. og tala við Baldur á Panorama og semja um hlutastarf... það væri frekar awesome.
En þá væri ég bara alltaf in Downtown með tölvuna mína að læra í sólinni. Ég verð eiginlega að játa að mér finnst það ekkert slæmt svosem ;)

Krepputal og krepputímar fara ekkert svo mikið fyrir brjóstið á mér ennþá.
En jú pabbi var að segja mér að ef kreppan dýpkaði enn frekar þá ætlar hann og mamma bara að setja íbúðina á sölu og flýja til Thailands! 
Ég fékk massa mikið sjokk, ég þarf eiginlega að klára menntó sjáiði til og hugmyndin að leigja er bara ekkert svo ódýr. Ég finn eitthvað sniðugt kannski ég geti fundið einhverja meðleigendur or some.

En jú ég er sannfærð um að kreppan eigi eftir að dýpka enn meira .. En ég set námið á FAST SPIN og verð farin áður en ég veit af. 

Peace elskurnar.. Endilega kommentið!!!! 










2 ummæli:

  1. Hæjó!
    Öfund að þú sért að hafa það kósý í Brussel en ekki í rokrassgatinu Islandi!!

    sretcha sretcha radost :D:D:D!!

    SvaraEyða
  2. anonymous testin...
    -erna life

    SvaraEyða