þriðjudagur, 3. mars 2009

Allt fine að frétta

Hæ elsku vinir og vandamenn, langt síðan ég henti inn færslu, afsakið það en málið er að ég hef bara ekki haft neitt að segja. 

En hér kemur svaðalegt stuff sem þið eigið eftir að blöskra við.

númer eitt; ég kem heim eftir innan við tvo mánuði! Vúhú!
númer tvö; ég er blönk
númer þrjú; I still have stuff to do and buy!
númer fjögur; I got some shoots coming up ;)
númer fimm; Ég hef bætt á mig nokkur kíló, þó svo að ég fari nánast daglega í ræktina... sumir hrópa vúhú við því en ég er ekki beinlínis sátt...

Ég ætla að byrja á að segja ykkur frá því, elsku bangsarnir mínir að ég kann að elda Thailenskan mat! Ég er nánast alltaf að hjálpa fósturföðurfrænku minni að elda og selja mat. Ég er reyndar ekki orðinn neinn genius en þetta kemur með tímanum. Ég er genius í að gera som tum og spæla egg... hehehehehe. Þegar ég fer og hjálpa frænku minni þá ét ég nánast allan liðlangann daginn, þetta er líklega ástæðan fyrir 3 aukakílóum sem ég hef bætt ofan á þau 52 kg sem ég var áður fyrr. Ég verð að sýna ykkur snilldar ís þegar ég kem aftur á klakann, mulinn ís með "nam deng" eða rauðum safa og allskonar ávöxtum og dótaríí, og auðvitað sýropi.
Ég ætla bara að láta ykkur vita að thai matur er ekkert hollur eftir allt saman, það er sykur og olía í þessu öllu.. og já msg. En jújú thai matur ER langbestur.

Margir vita eflaust að ég keypti mér kort í ræktina og fer nánast daglega í ræktina. Ég hef hafið stríð við bróður minn þar sem ég kem oft frekar seint heim á kvöldin og hann hatar mig núna, sem er ekkert svakalega fínt. En jú ég er leið á honum og hann leiður á mér, hann drekkur hvert einasta kvöld með félögum sínum og ég kem heim kl svona 22-00 hvert einasta kvöld. 
Mér finnst skemmtilegast að fara í svona pilates yoga tíma eða bodybalance eða eitthvað því það er svo róandi! Stundum tek ég klukkustundar fjallgöngu eða 10 km maraþon. Dugleg huh? Aukakílóin eiga samt erfitt með að fjúka af, skil það samt alveg þar sem ég ét eins og svín.

Ég fór til Singapore um helgina, nánar tiltekið sl. laugardag. Ég var svo óheppin shit, ég verð að segja ykkur frekar frá því.
Ég vaknaði klukkan fjögur og flugið mitt var kl 07:05. Var komin upp á flugvöll rétt yfir fimm og var komin í the gate hálf sjö, svo beið ég bara og beið, og klukkan varð 07:05 án þess að neitt gerðist. Um hálf átta var svo farið að hleypa inn í vélina. Já og ég var síðust. Svo leit gellan á flugmiðann minn og bara bíddu Singapore, hún er löngu farin í loftið! 
Ég bara haaaaa? bíddu afhverju í ANDSKOTANUM var mér hleypt inn í þetta gate? 
Ertu ekki að grínast í mér? Ég var svaaaakalega pissed off sko.
AirAsia sukkar og svona fólk á bara að segja upp starfi sínu, gellan við gate-ið leit á flugmiðann minn og allt saman og hleypti mér bara inn í vitlaust gate.. halló? 
Svo átti ég að borga fyrir að láta laga flugmiðann minn og og já, var þetta mér að kenna? merkingarnar voru bara ekki nógu fullnægjandi! 
Ég fór í loftið kl 11:55 í staðinn og myndatakan sem ég átti planaða fór í vaskinn. Ég fór til Singapore í dagsferð og göngutúr. Jibbý...
Þó ekkert slæmt því Singapore er GEÐVEIKT land og já geðveik borg.
Ég vann svaka fínan iPod á uppboði í Singapore fyrir 6000 kr, glænýr en bara gamla útgáfan sem var kúl september 2007 skiljiði. En mér er sama 8gb iPod fyrir 6000 kr er bara cool, grænn ipod og svo fylgdi bleikt djöflahulstur með... svona geðveikt í "stíl"... hohoho..
Ég lenti aftur í BKK klukkan 00:15 og var komin heim rétt fyrir eitt.

P.S. Ég er ekki ennþá búin að fara á ströndina og ég hef verið hérna í yfir fjóra mánuði... steikt stuff. 

Ohh samt það verður gott að komast heim í rúmið sitt á Íslandinu.. svo get ég ekki beðið eftir að hitta mörg ykkar og já ég get heldur ekki beðið eftir Íslenska sumrinu og ÞJÓÐHÁTÍÐ. 
Ég get ekki beðið ... stefni á að koma heim 23 apríl! 

I'm out for now! Love you guys!






2 ummæli:

  1. Hææ görle :D
    ég rakst á bloggið þitt um daginn og ákvað að kommenta hjá þér. Það er alltaf eithvað spennandi að gerast hjá þér úti Tælandi :D, ég skil samt ekki alveg.. Ertu flutt út? Ætlaru að byrja aftur í MH? Ég er búin að vera svo útur öllu síðan ég flutti til USA :(

    en vonandi er gaman hjá þér úti ^^ og haltu áfram að blogga ávallt gaman að lesa það;).

    -Sunna Sasha

    SvaraEyða
  2. Hmm nei ég er að koma heim :)

    Ég veit ekki hvort ég fari aftur í MH. Fer kannski í FG, hvað með þig?

    SvaraEyða